Húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar formlega tekið í notkun

október 15, 2008

Fimmtudaginn 16. október verður vígluathöfn í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem húsið verður tekið formlega í notkun. Vígsluathöfnin hefst kl. 15:00. Að henni lokinn verður boðið upp veitingar og skoðunarferð um húsið. Að kvöldi þessa sama dags mun Menntamálaráðuneytið halda opinn fund í sal skólans þar sem nýja menntastefnan verður kynnt. Frekari upplýsingar um menntaskólann má nálgast á vef skólans http://www.menntaborg.is/.
 

Share: