Við erum framtíðin!

Forvarnardagar í Borgarbyggð, sem enduðu með árlegu Æskulýðsballi í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 6. nóvember, tókust mjög vel.Unglingarnir sömdu slagorð við hæfi „Við erum framtíðin – segjum nei við fíkniefnum!“. Fíkniefni hafa verið á síðustu árum ein mesta ógn sem unglingar á framhaldsskólastigi, hafa staðið frammi fyrir. Sem betur fer er ekki vitað til þess að um fíkniefnaneyslu sé að ræða hjá …

Fyrirlestur um sjálfstraust og aga

Foreldrafélög grunnskólanna í Borgarbyggð sem kalla sig á samstarfsvettvangi 4XGB standa fyrir fyrirlestri með Jóhanni Inga Gunnarssyni, sálfræðingi, í Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00. Handboltakappinn, rithöfundurinn og sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson hefur starfað sem sálfræðingur fyrir hin ýmsu félagasamtök, fyrirtæki og íþróttafélög í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að reka sína eigin …

Skipulagsauglýsing 2008-11-13

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Húsafells. Um er að ræða upptöku á deiliskipulag fyrir svæðið Stuttárbotnar þar sem gert er ráð fyrir einni 44 ha. lóða að stærð með 162 byggingarreitum, einni lóð fyrir íbúðarhús, lóð fyrir verslun og þjónustu, lóð fyrir athafnasvæði, lóð skilgreinda …

Skyggnilýsingafundur

Lionsklúbburinn Agla stendur fyrir skyggnilýsingafundi með Þórhalli Guðmundssyni miðli sunnudaginn 16. nóvember 2008 í Óðali kl. 20. Frekari upplýsingar um viðburðinn eru skráðar á atburðaskránna efst í hægra horninu á heimasíðunni. Sjá hér.  

Hundur í óskilum 11-12

Hundur var handsamaður við Vírnet í Borgarnesi í gærkvöldi og er í geymslu gæludýraeftirlitsmanns. Hundurinn er algulur í dekkri kantinum, ómerktur en með brúna ól um hálsinn. Líklega ung tík um 10-15 kg. að þyngd. Eigandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar í síma 433 7100 og eftir lokun skiptiborðs í síma 868 0907.  

Dagur íslenskrar tungu í Safnahúsi Borgarfjarðar

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert. Í tilefni dagsins verður þann 14. nóvember næstkomandi opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja í grunnskólunum úr nágrenninu. Þetta er í fjórða sinn sem Safnahús fer þess á leit við kennara fimmtu bekkja að þeir leggi nemendum sínum fyrir það verkefni að yrkja ljóð og jafnvel myndskreyta það. Afraksturinn …

Norræni skjaladagurinn

Í tilefni norræna skjaladagsins sem haldinn er 8. nóvember hefur verið opnaður vefurinn www.skjaladagur.is . Tilgangur norræna skjaladagsins er að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Að þessu sinni er þemað „gleymdir atburðir“. Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði í sögu þjóðarinnar sem ekki eru í hávegum hafðir þessa …

Nýi Kaupþing Banki kaupir stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í dag, var samþykkt að taka tilboði Nýja Kaupþings Banka í stofnfé sveitarfélagsins í Sparisjóði Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings Banka, eftirlitsstofnana og því að samningar náist við lánveitendur sparisjóðsins. Salan er liður í því að tryggja fjárhagslegan grundvöll sjóðsins og hagsmuni viðskiptavina hans.  

Íbúafundir vegna kynningar á aðalskipulagi Borgarbyggðar

Ráðgjafafyrirtækið Landlínur hefur að undanförnu unnið að gerð nýs aðalskipulags fyrir Borgarbyggð. Vinnu við gerð aðalskipulagsins hefur miðað ágætlega og er áætlað að auglýsingaferli geti hafist í byrjun árs 2009. Það er vilji sveitarstjórnar að halda opna íbúafundi þar sem drög að tillögu sveitarfélagsins verða kynnt íbúum. Haldnir verða eftirfarandi 4 íbúafundir: – í Þinghamri að Varmalandi …

Auglýst eftir týndum ketti

Kötturinn Ugla hefur verið týnd í einhverja daga í Borgarnesi. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegst beðnir að hafa samband við eigandann. Sjá hér auglýsingu með upplýsingum um köttinn og símanúmerum sem hægt er að hringja í.