Einleikurinn Brák

nóvember 21, 2008
Einleikurinn Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur verður sýndur í 90. sinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld, föstudaginn 21. nóvember. Leikritið hefur notið mikilla vinsælda frá því það var frumsýnt í upphafi ársins og hefur verið uppselt á nær allar sýningarnar. Brynhildur Guðjónsdóttir samdi verkið sjálf og hlaut hún leiklistarverðlaunin Grímuna hvoru tveggja sem besta leikskáldið og sem besti leikari í aðalhlutverki.

Mynd: Guðrún Jónsdóttir


Share: