Framkvæmdir við Álatjörn í fólkvangnum Einkunnum

Framkvæmdir eru hafnar við Álatjörn í Einkunnum. Verið er að útbúa bílastæði og leggja stíg frá þeim að tjörninni. Þau bílastæði sem liggja næst stígnum verða ætluð fötluðum. Við enda stígsins mun koma bryggja sem mun meðal annars nýtast veiðimönnum til veiða í tjörninni á sumrin og skautafólki sem bekkur á vetrum þar sem m.a. hægt að sitja og reima …

Menningarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir nú eftir umsóknum um styrki. Sjóðurinn var upprunalega stofnaður sem Menningarsjóður Borgarness hinn 22. mars 1967, í tilefni af 100 ára verslunarafmæli bæjarins. Tilgangur hans var m.a. að styrkja menningarmál í Borgarnesi. Ýmsar breytingar hafa síðan verið gerðar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum sjóðsins, en lengst af hefur menningarnefnd farið með stjórn hans. Í nýrri skipulagskrá sem …

Íslenskur matur og matarmenning

Ferðamálastofa og Iceland Naturally verkefnið hafa opnað nýjan vef um íslenskan mat og matarmenningu. Vefurinn heitir Iceland Gourmetguide og er ætlað að markaðssetja sælkeralandið Ísland erlendis. Sjá hér frétt um vefinn á heimasíðu Ferðamálastofu.   Á þessum nýja vef er ferðaþjónustan í Hraunsnefi, í Norðurárdál í Borgarbyggð, m.a. kynnt. Sjá hér.   Myndin er fengin af vefsíðu Hraunsnefs http://www.hraunsnef.com/?map=8

Sorphirða 2009

Sorphirðudagatal 2009 var sent til allra íbúa Borgarbyggðar í Fréttabréfi Borgarbyggðar í desember síðastliðnum. Á sorphirðudagatalinu kemur fram hvenær hirðing sorps fer fram, þ.e. almenns sorps, lífræns sorps á Hvanneyri og rúllplasts í dreifbýli. Á sorphirðudagatalinu kemur einnig fram hvað sorpflokkum er tekið við á gámatöðinni við Sólbakka í Borgarnesi og hvað megi fara í Moldu (jarðgerðarílát) á Hvanneyri. Auk …

Breytingar á Oki

Á forsíðu heimasíðu Loftmynda ehf. má sjá samanburð á snjóþekju Oksins í ágúst 1999 og í ágúst 2008. Sjá hér.  

Bifröst – hreinsun jólatrjáa

Borgarbyggð mun standa fyrir hreinsun jólatrjáa á Bifröst þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Óskað er eftir að íbúar í Hraunum og Kotum komi trjám út að gámunum, ruslatunnunum við veginn upp að leikskóla. Íbúar í Sjónarhóli eru beðnir um að koma trjám út að aðalbílastæðinu, þar sem ekið er frá Sjónarhóli inn á aðalbílastæðið, þeim megin sem göngustígurinn er. Íbúar í …

Á málþingi um sögutengda ferðaþjónustu

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu héldu opið málþing á Hótel Hamri við Borgarnes s.l. föstudag. Yfirskrift málþingsins var Söguslóðir í héraði Farið var yfir margar athyglisverðar hugmyndir á fundinum sem var vel sóttur, m.a. af fólki í sögutengdri ferðaþjónustu á Vesturlandi. Á málþinginu fluttu eftirtalin erindi: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun, Þorbjörg …

Breytingar á akstri Strætó um Vesturland

Frá og með mánudeginum 19. janúar verða gerða breytingar á akstri Strætó bs. um Vesturland. Breytingarnar eru gerðar í ljósi reynslunnar frá áramótum og munu þær tryggja að tímaáætlanir standist mun betur en með fyrra fyrirkomulagi, auk þess sem tekið er tillit til helstu ábendinga frá farþegum.   Helstu breytingar verða þessar: Tekin verður í notkun ný strætóleið – leið …

Aðhaldssemi í rekstri

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009 samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn síðdegis í gær og er þar um að ræða mikið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Hér má sjá ítarlega greinargerð Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra um áætlunina. Ljósmynd með frétt – séð inn Borgarfjörð/ Guðrún Jónsdóttir

Æfing í að slökkva elda

Síðastliðinn föstudag buðu slökkviliðsmenn íbúum að koma á Slökkvistöðina í Reykholti og njóta leiðsagnar og kennslu í meðhöndlun slökkvitækja. Fræðslan gekk vel og mættu um 25-30 manns. Þar á meðal voru starfsfólk af leikskólanum Hnoðrabóli og nokkrir kennarar úr grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum, og fengu allir að prufa að slökkva eld bæði með slökkvitæki og eldvarnateppi. Fólk virtist fólk nokkuð ánægt …