Þriðjudaginn 13. október héldu Lionsklúbbarnir í Borgarnesi boðsskemmtun á Hótel Borgarnesi fyrir eldri borgara í Borgarbyggð. Mæting var afar góð en alls komu um 130 manns og skemmtu sér saman. Meðal skemmtiatriða var danssýning tveggja ungra stúlkna úr Borgarnesi en þær stunda dansnám hjá Evu Karen á Kleppjárnsreykjum. Óskar Þór sýndi ljósmyndir og myndbönd víðsvegar úr sveitarfélaginu. Unnur Halldórsdóttur í …
Karfan á fullri ferð!
Meistaraflokkar eru nú að leika sína fyrstu leiki í körfu og Skallagrímur er þegar búinn að mæta Haukum á útivelli. Leikurinn fór fram um síðustu helgi og Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Haukum en þeim er spáð efsta sæti í deildinni. Næsta föstudagskvöld 16. okt. verður fyrsti heimaleikur hjá strákunum en þá mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn. Meistaraflokkur kvenna byrjar á …
Höfðingleg gjöf til Varmalandsskóla
Magnús Ólafsson og Íris GrönfeldtMagnús Ólafsson faðir nemanda við Varmalandsskóla kom færandi hendi á dögunum og gaf skólanum nokkur íþróttatæki. Dóttir Magnúsar hafði sagt pabba sínum að sér finndist vanta fleiri tæki fyrir frjálsar íþróttir. Hann brást snarlega við og færði skólanum kúluvarpskúlur, æfingaspjót, grindur og bolta. Bestu þakkir fyrir góða gjöf, Magnús! Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans …
Sauðamessa 2009 – fréttatilkynning
Borgfirðingar ætla að verða við kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og leggja fram fjárskuldbindingar í formi lausafjár sem rekið verður eftir götum Borgarness n.k. laugardag þann 17. október. Messugjörð hefst formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Viljum við biðja íbúa og gesti um aðstoð við að verja heimalönd íbúa við Borgarbraut, Þorsteinsgötu og Skallagrímsgötu en það …
Eldvarnaræfing á Dvalarheimilinu í Borgarnesi
Það var stór hópur fólks sem tók þátt í eldvarnaræfingu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi miðvikudaginn 7. október. Rúmlega 100 manns tóku þátt í æfingunni og þá er heimilisfólk ekki meðtalið en óhjákvæmilega urðu íbúarnir varir við það „brölt“ sem æfingunni fylgdi á göngum heimilisins. Starfsfólk heimilisins og einstaklingar sem fengnir voru að „láni“ úr Menntaskóla Borgarfjarðar „léku“ heimilismenn og …
Sprotasjóður auglýsir eftir umsóknum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Sprotasjóði samkvæmt nýjum menntalögum en hann er sameiginlegur sjóður leik- grunn- og framhaldsskóla og tekur við af þróunarsjóðum þessara skólastiga. Athygli er vakin á auglýsingu …
Skyndihjálp í efnahagsumræðunni
Vífill Karlsson lektor leiðbeinir á þörfu en óvenjulegu námskeiði næstkomandi þriðjudag. Það er haldið á vegum Símenntunarmiðsvöðvar Vesturlands og þar verða tekin fyrir helstu hugtökin í efnahagsumræðunni og þau skýrð og gerð aðgengileg. Farið verður yfir hugtök eins og hagvöxt, gengi og ávöxtun, verga landsframleiðslu, verðbólgu og viðskiptajöfnuð. Hlutverk banka og seðlabanka verða einnig rædd. Námskeiðið verður haldið að Bjarnarbraut …
Frítt á tónleika Dean Ferrell í Landnámssetri
Dean FerrellÍ kvöld, fimmtudaginn 8. október verða tónleikar Dean Ferrell í Landnámssetri Ísalands. Frítt er inn á tónleikana. Dean Ferrell flytur efnisskrá „the dog show“ í tali og tónum, tileinkaða tveimur bestu vinum sínum, kontrabassanum og hundinum. Dean Ferrell stundaði kontrabassanám við The Juilliard School of Music. Hann hefur leikið með Hong Kong Philharmonic, San Diego Symphony, San Jose Symphony, …
LEGOnámskeið vinsælt
Tómstundaskólinn í Borgarnesi heldur þessa viku og næstu námskeið í tækni – LEGO. Námskeiðið er ætlað börnum í 1.-8. bekk og er haldið í grunnskólanum. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Fullbókað er í fjóra hópa en alls hafa 65 krakkar skráð þátttöku. Leiðbeinandi er Jóhann Breiðfjörð en hann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður …
Forntraktorar – meira en járn og stál
Næstkomandi laugardag 10. október verður námskeið um forntraktora og varðveislu þeirra haldið í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Námskeiðið sem er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafn Íslands, Jörva ehf. og Landbúnaðarháskólans er nú haldið í fjórða sinn. Það er opið öllum áhugamönnum um forntraktora á Íslandi og hentar vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu traktora en einnig þeim sem vinna við varðveislu forntraktora. …