|
Frá ljóðasýningunni í fyrra_GJ |
Næstkomandi fimmtudag þann 12. nóvember kl. 16.00 verður opnuð ljóðasýning barna í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar sýna krakkar í fimmtu bekkjum í grunnskólunum í nágrenninu ljóð sín um leið og sérstök dagskrá verður af þessu tilefni. Ljóð verða lesin upp og Hildur M. Jónsdóttir frá Brúðuheimum í Borgarnesi kemur á svæðið og fjallar um sköpunarþáttinn í brúðugerðinni. Ljóðasýningin verður síðan opin almenningi til 26. nóvember næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem Safnahús gengst fyrir uppákomu um bókmenntasköpun barna á þessum árstíma í því augnamiði að hvetja til þessa tjáningarforms, en dagsetningin er höfð sem næst Degi íslenskrar tungu. Skólarnir sem taka þátt í keppninni eru eftirtaldir: Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Heiðarskóli, Laugargerðisskóli og Varmalandsskóli.