Síðastliðið sumar skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar vinnuhóp til að gera tillögur um leiðir til að draga úr kostnaði við rekstur fræðslumála í Borgarbyggð, en fræðslumálin hafa tekið til sín um 65% af skatttekjum sveitarfélagsins. Í vinnuhópnum voru; Finnbogi Rögnvaldsson, Finnbogi Leifsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Snorri Sigurðsson. Auk þess störfuðu þær Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri með hópnum. …
Fortamningar hrossa – LBHÍ
Laugardaginn 24. október næstkomandi býður Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu. Námskeið þetta er ætlað öllu áhugafólki um íslenska hestinn og reiðmennsku. Námskeiðið nýtist sérstaklega vel þeim sem eru að …
Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar
SonatorrekFimmtudaginn 22. október næstkomandi kl. 20.00 verður sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem lesið verður upp úr fjórum bókum er allar tengjast Borgarfirðinum. Eftirtaldir lesa upp úr verkum sínum: Bragi Þórðarson, Óskar Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Böðvar Guðmundsson. Bækurnar eru gefnar út af Uppheimum og JPV forlagi. Í lok dagskrár fer Bjarni Guðmundsson með kvæðið Sumar eftir Guðmund skáld Böðvarsson …
„Jól í skókassa“
Nú er aftur farið af stað verkefnið „Jól í skókassa“ á vegum KFUM og KFUK. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja …
Höfðingleg gjöf Húsasmiðjunnar í Borgarnesi
Linda Björk Pálsdóttir fjármálastjóri sveitarfélagsins, tók í dag á móti gjöf frá Húsasmiðjunni í Borgarnesi til grunn- og leikskóla Borgarbyggðar. Um er að ræða nokkra kassa af jólaskrauti til notkunar í skólunum. Húsasmiðjunni eru hér færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem án efa á eftir að lífga upp á skólana okkar og gleðja börn jafnt sem fullorðna.
Selló og harpa í Borgarneskirkju
Gunnar og ElísabetGunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari koma fram á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju sunnudaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt en þar verða meðal annars flutt verk eftir Bach, Boccherini, Dvorák, Glinka, Rachmanioff og Tournier. Sjá nánar hér.
Nemendur teknir inn um áramót
Háskólinn á Bifröst hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að hefja nám um áramót. Skólinn hefur því nú ákveðið að taka inn nemendur um áramót í allar háskóladeildir í staðnámi og fjarnámi. Kennsla hefst strax eftir áramót og umsóknarfrestur er til 15. desember. Kennsla í einstökum námsleiðum er háð því að nægjanlegur fjöldi skrái sig.
Aðaltvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar
Undanfarin mánudagskvöld hafa félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spilað eins kvölds keppnir. Mánudaginn 26. október hefst hins vegar aðaltvímenningur félagsins og stendur hann yfir í 6-7 kvöld. Allir eru velkomnir að taka þátt en æskilegt er að láta Jón Eyjólfsson eða Ingimund Jónsson vita um þátttöku og upplagt að gera það í kvöld. Spilað er í Logalandi og hefst spilamennskan ætíð …
Hverjir eru mennirnir?
Þessi mynd af hópi virðulegra manna er til í Safnahúsi Borgarfjarðar. Gaman væri að fá upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Þeir sem þekkja einhvern á myndinni eru beðnir um að senda upplýsingar á skjalasafn@safnahus.is eða hafa samband við Jóhönnu Skúladóttur hjá Safnahúsi í síma 430 7206. Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.
Hlaðvarpinn – Menningarsjóður kvenna
Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna á Íslandi, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki, en umsóknarfrestur er til 11. nóvember og geta umsækjendur verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki. Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir …