Fimmtudaginn 5. nóvember síðastliðinn var sá hluti götunnar Arnarkletts í Borgarnesi sem ófrágengin var, malbikaður.
Verkið var boðið út á síðastliðu ári og voru tilboð opnuð 22. október í fyrra. Alls bárust tilboð frá þremur aðilum og var í kjölfarið samið um verkið við Borgarverk sem jafnframt var lægstbjóðandi. Eins og fyrr segir er malbikun götunnar lokið en ákveðið hefur verið að fresta gerð kantsteins og gangstétta við götuna þar til á næsta ári.