Árið byrjar með látum í körfuboltanum þegar toppliðin mætast í Borgarnesi. Næstkomandi föstudag, 8. janúar, mætir Skallagrímur liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19.15 og eru stuðningsmenn Skallagríms hvattir til að fjölmenna og styðja sína menn. Ýmsilegt fleira er framundan hjá Skallagrími. Nytjamarkaðurinn í Brákarey opnar að nýju um næstu helgi, harðfisksala er framundan og þorrablót verður …
Þrettándabrenna 2010
Frá þrettándabrennu á Seleyri í fyrraBjörgunarsveitin Brák mun sjá um þrettándabrennuna á Seleyri við Borgarnes fyrir hönd Borgarbyggðar. Brennan verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar og verður kveikt í kl. 19.30. Boðið verður upp á glæsilega skemmtidagskrá. Steinka Páls mætir ásamt söngfuglum, Gísli Einarsson tryllir lýðinn og Björgunarsveitin Brák verður með einstaka flugeldasýningu. Allir velkomnir.
Þekkir þú fólkið?
Þekkir einhver þessa fallegu fjölskyldu? Ef einhver þekkir fólkið á myndinni þá vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið safnahus@safnahus.is eða hafið samband við Jóhönnu Skúladóttur hjá Safnahúsi Borgarfjarðar í síma 430 7206. Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.
Þolfiminámskeið að hefjast
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi vekur athygli á því að nú fara ný þolfiminámskeið að hefjast. Auglýsingu frá Íþróttamiðstöðinni má nálgast hér.
Förgun jólatrjáa – 2010
Að afloknum jólum er íbúum bent á að fara með jólatré sín á gámastöðvar eða gámavelli í sveitarfélaginu. Gámastöðin í Borgarnesi er opin mánudaga til og með laugardaga frá kl. 13,00 – 18,00. Rétt er að benda á að sveitarfélagið mun ekki standa fyrir sérstakri söfnun/hreinsun jólatrjáa að þessu sinni. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar
Gleðilegt ár!
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.
Líkan af Pourquoi-pas? í Safnahús
Nýverið var Safnahúsi Borgarfjarðar fært að gjöf líkan af franska rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? Um er að ræða afar vandaða módelsmíði, en skipið er sett saman og gefið af Skúla Torfasyni. Skúli starfar sem tannlæknir og er nú um stundir starfandi sem slíkur í Noregi. Hann hefur varið nokkrum hundruðum vinnustunda í gerð líkansins. Samtals hefur Skúli unnið að smíðinni með hléum …
Fréttatilkynning
Fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem unnið hafa saman í svokallaðri “þjóðstjórn” undanfarna mánuði hafa ákveðið að slíta því samstarfi í ljósi þess að ekki hefur náðst samkomulag um áherslur við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Björn Bjarki Þorsteinsson Finnbogi Rögnvaldsson Sveinbjörn Eyjólfsson
Flugeldasala björgunarsveitanna
Nú er hafin flugeldasala hjá björgunarsveitum í Borgarbyggð. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák eru með sína sölu í Pétursborg í Brákarey en Björgunarsveitin Ok í Bútæknihúsinu á Hvanneyri og við Blómaskálann á Kleppjárnsreykjum. Auglýsingu um opnunartíma má sjá hér.
Síðustu æfingar ársins
Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa: Gleðilegt ár! Nú fara síðustu æfingar ársins fram og þá er gjarnan létt yfir íþróttafólki og keppnisskapið víkur fyrir leikgleðinni þessa síðustu daga ársins.Það gerði það minnsta kosti hjá þessum kátu knattspyrnumönnum sem tóku í dag, sína síðustu æfingu á árinu í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þarna eru margir reyndir knattspyrnujaxlar sem koma árlega saman rétt fyrir …