Slit á byggðasamlagi og þjónustusamningur undirritaður

febrúar 2, 2010
Í gær var undirritaður samningur milli Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar um slit á byggðasamlagi um Laugagerðisskóla. Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur milli sveitarfélaganna um að þeir nemendur úr Borgarbyggð sem búsettir eru í Kolbeinsstaðahreppi geti áfram stundað nám í Laugagerðisskóla. Eyja- og Miklaholtshreppur hefur því alfarið tekið við rekstri skólans en Borgarbyggð mun kaupa þjónustu Laugagerðisskóla fyrir börn úr Kolbeinsstaðahreppi.
Meðfylgjandi mynd tók Svanur Guðmundsson af þeim Páli Brynjarssyni sveitarstjóra Borgarbyggðar og Eggerti Kjartanssyni oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps við undirritun samningsins.
 

Share: