Söngkeppni MB og Mímis

Söngkeppni MB og Mímis sem vera átti síðastliðinn fimmtudag verður haldin í Menntaskóla Borgarfjarðar í kvöld, þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Þar verður meðal annars keppt um hver verður fulltrúi í Söngkeppni framhaldsskólanna. Fleiri skemmtiatriði verða einnig í boði því unglingar úr félagsmiðstöðvum stíga á svið með söngatriði. Bein útsending verður frá söngkeppni MB og Mímis á vef Menntaskóla Borgarfjarðar …

Dagur tónlistarskólanna 2010

Tónleikarnir sem vera áttu síðastliðinn fimmtudag en frestað var vegna veðurs verða í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar í dag kl. 18:00. Tónleikarnir eru í tilefni af Degi tónlistarskólanna á Íslandi sem er síðasti laugardagur í febrúar ár hvert. Flestir skólar á landinu eru með dagskrá og kynna sína skóla í tilefni af þessum degi. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í …

Æfingabúðir í Noregi

Hestamannafélagið Faxi hefur fengið boð frá hestamannfélaginu Faxa í Noregi um að senda 3 ungmenni 13-17 ára til Noregs um páskana (29.-31.mars) í æfingarbúðir. Viðkomandi þurfa að borga flugfar en norðmenn bjóða fría kennslu og uppihald. Krökkunum verða útveguð hross. Boðið verður upp á kennslu, keppni og kvöldskemmtun. Nánari upplýsingar veitir Gro í síma 846 0169 eða á netfanginu gro@vesturland.isUmsóknarfrestur …

Drengjaflokkur Bikarmeistarar KKÍ um helgina

Sameiginlegt lið Skallagríms og Snæfells í drengjaflokki varð bikarmeistari um helgina eftir frábæran úrslitaleik við sameiginlegt lið Hamars og Þór Þ. Lokatölur leiksins 78-80 Skallagrím/Snæfelli í vil. Það er stutt síðan bikarmeistaratitill kom í Hólminn en meistaraflokkur Snæfells náði þeim áfanga fyrir stuttu síðan en það er lengra síðan bikarmeistaratitill kom í Borgarnes en það gerðist árið 1980 en þá …

Ístölt á sunnudaginn

Hestamannafélagið Faxi heldur opið ístölt sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00 á Vatnshamravatni. Keppt verður í þremur flokkum: 17 ára og yngri (hægt tölt og fegurðartölt) 2. flokkur (hægt tölt og fegurðartölt) 1. flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt) Skráning á staðnum til kl. 12:45.    

Brák frestar fundi

Aðalfundi Björgunarsveitarinnar Brákar sem vera átti þann 3. mars næstkomandi hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður auglýstur aftur með minnst 7 daga fyrirvara bæði með auglýsingum um bæinn og boðaður út á félagsmenn eins og lög gera ráð fyrir.  

Söngkeppni í MB frestað

Sveinn Arnar vann í fyrraSöngkeppni og tónlistarveisla sem Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar og Ungmennahúsið Mímir setja saman upp og vera átti í kvöld í MB hefur verið frestað vegna veðurs.   Til stendur að halda keppnina þriðjudaginn 23. feb. kl. 20.00 á sama stað og eru allir hvattir til að mæta þá. Stjórnin.  

Gullna hliðið hjá Skallagrími

Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms er þessa dagana að æfa leikritið Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er áætluð frumsýning þann 5. mars næstkomandi.Það eru fjölmargir sem taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, leikarar eru um 20 talsins og fjölmargir aðrir taka þátt í uppsetningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en hann er leikdeildinni að góðu kunnur enda …

Fuglasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

mynd_GJ Opnuð hefur verið sýning á uppstoppuðum fuglum í Safnahúsinu í Borgarnesi. Um er að ræða uppstillingu vegna flokkunarvinnu við Náttúrugripasafn Borgarfjarðar og verður sýningin opin fram að páskum alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 eða á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi. Á staðnum eru fræðibækur um fugla svo hægt er að spreyta sig á að greina tegundirnar. Við …