Um verslunarmannahelgina fer 13. Unglingalandsmót UMFÍ fram í Borgarnesi og nágrenni. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í vetur er staðsetning mótsins var ákveðin. Mikill fjöldi hefur komið að undirbúningnum en það er Ungmennasamband Borgarfjarðar sem er mótshaldari í samvinnu við UMFÍ og Borgarbyggð. Formaður landsmótsnefndar er Björn Bjarki Þorsteinsson en Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins og Margrét Baldursdóttir …
Fjallhús í Borgarbyggð
ÁlftakróksskáliÍ eigu Borgarbyggðar eru nokkur fjallhús vítt og breytt um sveitarfélagið. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er …
Skipað í Barnaverndarnefnd
Velferðarnefnd Borgarbyggðar sem hefur tekið við hlutverki félagsmálanefndar, kom saman til fyrsta fundar mánudaginn 12. júlí síðastliðinn. Á fundi nefndarinnar voru kosnir fulltrúar Borgarbyggðar í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Friðrik Aspelund, Inga Margrét Skúladóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir. Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala fer með verkefni barnaverndarnefndar skv. barnaverndarlögum. Félagsmálastjóri fer með daglega framkvæmd og skal tilkynningum …
Tvær sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar
Frá sýningunni Börn í 100 ár_gjTvær sýningar eru nú í gangi í Safnahúsi. Annars vegar er það sýningin Börn í 100 ár, sem er á neðri hæð hússins. Þar er opið frá 13-18 alla daga sumarsins. Sýningin þykir einstök í sinni röð og segir sögu Íslands á 20 öld úr frá sjónarhóli og umhverfi barna. Hún hentar jafnt fyrir Íslendinga …
Frjálsíþróttabúðir UMSB
Frjálsíþróttabúðir Ungmennasambands Borgarfjarðar verða á Skallagrímsvelli dagana 10.-11. júlí næstkomandi. Æfingarnar eru ætlaðar krökkum á unglingalandsmótsaldri, 11 til 18 ára. Á laugardaginn verða tvær æfingar, sú fyrri klukkan 10.00 – 11.30 og seinni æfingin klukkan 14.00 – 15.30. Á sunnudaginn verður mót klukkan 14.00 – 16.00 og þá geta krakkarnir keppt í því sem þau vilja. Þjálfarar er þær Unnur …
Laust starf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir tónmenntakennara í 65% stöðuhlutfall fyrir næsta skólaár. Kennari þarf að kenna á fleiri en einni starfsstöð. Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri, sími 430-1504 / 847-9262.
Svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 kynning
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m. s. br. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi. Fyrir hönd samvinnunefndar Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017, kynning
Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m.s.br.. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu skipulags- og byggingamála Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. F.h. samvinnunefndar Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps. …
Málstofa á Bifröst
Málstofa verður í Hriflu, hátíðarsalnum á Bifröst klukkan 14.00 í dag, mánudaginn 28. júní. Þar verður bókin Kreppa kynnt og síðan verða umræður um hrunið og hvaða áhrif það hefur á stöðu lítilla hagkerfa í alþjóðlegu umhverfi.
Sveitarstjórn ályktar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn, ályktun um rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrarsýslu, ályktun um starfsemi háskóla í Borgarbyggð og ályktun um samgöngumál Varðandi rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrasýslu, var svohljóðandi ályktun samþykkt samhljóða: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar ítrekar ályktanir fyrri sveitarstjórnar til Alþingis um að fram fari óháð úttekt á falli Sparisjóðs Mýrasýslu sem og öðrum …