|
Hluti gesta á uppskeruhátíð |
Uppskeruhátíð sumarlestrarátaks Héraðsbókasafns Borgarfjarðar var haldin fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn og var mikið fjör þegar krakkarnir mættu í Safnahúsið í Borgarnesi. Farið var í leiki og þrautir leystar undir styrkri stjórn Sævars Inga Jónssonar héraðsbókavarðar og Eddu Bergsveinsdóttur sumarstarfsmanns safnanna. Meðal annars þurftu foreldrar og börn að kljást við þá þraut að stökkva jafnfætis yfir sauðarlegg, en slíkt hefur áður verið gert í Þjóðminjasafninu við góðar undirtektir. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur, en alls lásu47 krakkar 305 bækur þetta sumar sem telst frábær frammistaða. Þetta er met þátttaka í sumarlestrarverkefninu, en þetta er í þriðja sinn sem Safnahús stendur fyrir slíku hvatningarátaki í lestri að sumri til. (
safnahus.is)