Íþróttamaður Borgarbyggðar 2010

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 19. mars næstkomandi klukkan 20:00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 20. sinn og eru tíu íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.   Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr …

„Með vífið í lúkunum“ – síðustu sýningar

Ungmennafélag Reykdæla hefur undanfarið sýnt leikritið „Með vífið í lúkunum“ eftir Ray Cooney við frábærar undirtektir áhorfenda. Nú eru einungis þrjár sýningar eftir, fimmtudaginn 17. mars, föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19.mars og því hver að verða síðastur að skella sér á þennan bráðfyndna farsa og hlæja svolítið. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Sýningar hefjast kl. 20.30. …

Þjóðaratkvæðagreiðsla – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl.09.00 til 15.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Einnig er kjósendum bent á upplýsingar á slóðinni: http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2011/frettir/nr/7846 Sýslumaðurinn …

Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum

Ráðstefna Umhverfisráðuneytisins um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíðarsýn verður haldin á Grand Hótel mánudaginn 14. mars næstkomandi kl. 13.00 – 16.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur minkaverkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða. Sjá auglýsingu hér.  

„Ferðin á heimsenda“ í Lyngbrekku

Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýnir leikritið „Ferðin á heimsenda“ eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur í félagsheimilinu Lyngbrekku föstudaginn 11. mars næstkomandi. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og er þetta fjórða leikverkið sem hann leikstýrir hjá leikdeild Skallagríms. Leikritið er barnaleikrit en höfðar til allra aldurshópa. Þetta er fallegt og hugljúft ævintýri með söngvum, tónlist og glensi.   Við fylgjumst með ferð þriggja ferðalanga …

Súpufundur um ferðaþjónustu

Borgarfjarðarstofa, Ferðamálasamtök Vesturlands og Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi boða til fundar um ferðaþjónustu næstkomandi föstudag 11. mars. Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi flytur framsöguerindi um tækifæri Borgarbyggðarsvæðisins. Fundurinn er „súpufundur“ og hefst stundvíslega kl. 12.00. Allir áhugasamir um ferðamál og eflingu ferðaþjónustu í Borgarbyggð eru hvattir til að koma á fundinn. Smellið hér til að sjá auglýsingu.  

Þýskar bækur í Héraðsbókasafni

Ný sending af þýskum bókum er komin í millisafnaláni til Héraðsbókasafnsins. Um er að ræða bókakassa frá Bókasafni Hafnarfjarðar sem er móðursafn þýskra bóka á Íslandi. Með fylgdu nokkrar hljóðbækur. Á myndinni má sjá tvær bókanna sem komu. Alltaf er eitthvað um að spurt sé eftir erlendum bókum á safninu og er kappkostað að koma til móts við þær óskir. …

„Með vífið í lúkunum“ í Logalandi

Undanfarið hafa staðið yfir æfingar hjá Ungmennafélgi Reykdæla á leikritinu „Með vífið í lúkunum“ eftir breska leikskáldið Ray Cooney. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en hann hefur oft áður leikstýrt hjá borgfirskum áhugaleikfélögum. Leikritið er bráðfyndinn farsi sem segir frá John Smith leigubílstjóra í London en karlinn sá lifir vægast sagt tvöföldu lífi. Átta leikarar taka þátt í sýningunni sem fram …

Niðurfelling á svæðisskipulagi

Niðurstaða samvinnunefndar um niðurfellingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 samþykkti þann 28. janúar 2011 að fella svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 úr gildi. Ástæða niðurfellingarinnar er sú að sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulagið vegna nýrra aðalskipulaga beggja sveitarfélaganna. Tillaga að niðurfellingu svæðisskipulagsins var auglýst og lá …

Menningarsjóður – umsóknarfrestur að renna út

Frestur til að skila inn styrkumsóknum til Menningarsjóðs Borgarbyggðar rennur út miðvikudaginn 2. mars næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Borgarbyggðar: https://borgarbyggd.is/stjornsysla/umsoknir/