Umhverfisátak í dreifbýli

apríl 12, 2011

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar stendur nú fyrir umhverfisátaki í dreifbýli líkt og flest undanfarin ár.
Íbúum í dreifbýli býðst að fá timbur og járnagáma
gegn vægu gjaldi og geta pantað timbur- og/eða járnagám, heim á hlað, í tvo daga á tímabilinu 13. – 30. maí og 19. – 29. ágúst.

Þeir sem óska eftir að fá til sín gám eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is fyrir 9. maí.
Tökum höndum saman og fegrum umhverfi okkar!

 

Share: