Bætt fjárhagsstaða Borgarbyggðar

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2010 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl sl. en seinni umræða verður á sveitarstjórnarfundi þann 12. maí nk. Niðurstaða ársreikningsins ber með sér að rekstur Borgarbyggðar er að nýju kominn á réttan kjöl eftir áföll kreppunnar haustið 2008. Heildartekjur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2010 voru 2.363 milljónir en …

Frumkvöðull ársins 2010

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga/fyrirtæki sem skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum.   Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins.   Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda …

Námskeið um einhverfu

Fimmtudaginn 5. maí kl. 20:00 verður haldið námskeið um einhverfu á vegum fjölskyldusviðs Borgarbyggðar í samkomusal Menntaskólans í Borgarnesi. Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, fjölskyldum þess sem og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námskeiðið stendur í tvo og hálfan til þrjá tíma. Þann sama dag kl. 13:30 verður námskeiðið haldið fyrir starfsfólk grunnskólanna í Borgarbyggð. Það stendur einnig opið …

Kastað til bata 24. og 25. maí

Kastað til bata er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila þar sem konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini er boðið í veiðiferð. Farið verður í tveggja daga ferð í lok maí í Sogið í Grímsnesi. Lesið meira um verkefnið hér að neðan. Einnig má sjá auglýsingu hér. Umsóknarfrestur er til 4. maí. Markmið þessa boðs er að veita …

Ókeypis tannlæknaþjónusta

Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna barna yngri en 18 ára. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt. Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011. Sjá …

Starf varaslökkviliðsstjóra

Laust er til umsóknar starf varaslökkviliðsstjóra hjá slökkviliði Borgarbyggðar. Um er að ræða 25 % starf sem felst m.a. í undirbúningi æfinga og annarra verkefna hjá slökkviliðinu auk þess að sinna bakvöktum á móti slökkviliðsstjóra. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra.   Starfsaðstaða varaslökkviliðsstjóra er á skrifstofu slökkviliðs Borgarbyggðar að Sólbakka 13-15 í Borgarnesi eða annars staðar eftir nánara samkomulagi s.s. í …

Slökkt á götuljósum

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 2. maí næstkomandi. Undantekning er þjóðvegurinn gegnum Borgarnes en þar munu ljós áfram loga eins og verið hefur. Er þetta þriðja sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar. Sem dæmi um fleiri aðgerðir við kostnaðaraðhald vegna lýsingar má …

Skógarganga í Einkunnum á ,,Degi umhverfisins“ 2011

Í tilefni af ,,Degi umhverfisins“ býður umsjónarnefnd Einkunna til skógargöngu í Einkunnum annan í páskum þann 25. apríl 2011 kl. 10:00. Safnast verður saman á bílastæðinu við Álatjörn þar sem Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar mun kynna dag umhverfisins. Þaðan verður gengið upp að 10. landnámsvörðunni og hringsjánni og síðan í gegnum skóginn eftir göngustígum að fræðslurjóðrinu og þaðan …

„Það er gott að busla í Borgarbyggð“

Frá Borgarnesi Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi verða opnar alla páskana: Kleppjárnsreykjalaug verður opin alla páskadagana frá kl. 13.00 til 17.00. Sjá Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum Sundlaugin í Borgarnesi verður opin alla páskadagana frá kl. 9.00 – 18.00. Sjá Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi Sundlaugin í Húsafelli verður einnig opin um páskana en sundlaugin á Varmalandi er lokuð.  

Sumarvinna í Borgarnesi

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi auglýsir eftir hressu og jákvæðu fólki sem er tilbúið til að aðstoða fólk með fötlun, jafnt í daglegu lífi, inni á heimilum og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna og unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur Hulda Birgisdóttir í síma 893-9280, kl. 8.00-16.00, virka daga.