Íbúafundi um landbúnaðarmál sem halda átti þann 3. apríl næstkomandi er frestað til 17. apríl. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
Sumarstörf hjá íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar 2012
Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar auglýsa eftir sumarafleysingafólki í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Borgarnes: Laus störf 4 karla og 3 kvenna frá 4. júní til 31. ágúst. Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur. Varmaland: Karl og konu frá 1. júní til 19. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 437 1444. Umsóknarfrestur er til 31. …
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála
Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is
Starf SAMAN-hópsins 2011
Samantekt af starfi SAMAN-hópsins fyrir árið 2011 er komin út. SAMAN-hópurinn tekur ár hvert saman yfirlit helstu verkefni hópsins, fjármál og annað það sem telst markvert úr starfi hópsins. Samantektina má nálgast hér.
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2011
Árlega er tekin saman skýrsla um starf félagsþjónustu Borgarbyggðar. Skýrsluna fyrir árið 2011 má lesa hér.
Búsetuþjónusta fatlaðra
Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Leitað er eftir starfsfólki í sumarafleysingar og einnig í framtíðarstarf. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og vera með ökuréttindi. Tóbakslaus vinnustaður. Laun …
Auglýsing um skipulagslýsingu Litla Hrauns
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Litla-Hrauns í Borgarbyggð.Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 6. febrúar 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar 2012 var skipulagslýsingin samþykkt sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Lýsing Tilefni deiliskipulagsgerðar eru …
Ungmennaráð og sveitarstjórn funda
Sameiginlegur fundur ungmennaráðs Borgarbyggðar og sveitarstjórnar var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Mörg brýn og spennandi mál voru rædd m.a. heimavist við menntaskólann, kvikmyndasýningar, hreinleiki vatns í grunnskólum, félagsaðstaða ungmenna, skólaakstur og fleira. Almenn ánægja var meðal allra fundarmanna með góðan og gagnlegan fund. Fundargerðina má lesa hér.
Pollapönk í Óðali
Frá félagsmiðstöðinni Óðali: Stórvinir okkar í Pollapönk ætla að koma og halda tónleika í Borgarnesi. Strákarnir eru þekktir fyrir mikla gleði og er kjörið fyrir börn og fullorðna að skemmta sér saman. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Skallagrím og mun hluti aðgangseyrisins renna í okkar sjóði. Tónleikarnir eru sunnudaginn 11. mars kl. 13.00 í Félagsmiðstöðinni Óðal. Aðgangseyrir er 1.200 …
Leikskólastjóri – Ugluklettur
Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi frá og með 1. ágúst 2012. Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli sem tók til starfa haustið 2007. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða – 6 ára. Unnið er með Flæði samkvæmt kenningum Mihaly Csikszentmihalyi sem ramma utanum skólastarfið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans: www.ugluklettur.borgarbyggd.is. Sjá …