Næsta vika verður Gleðivika á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Lögð verður áhersla á litina og eitthvað öðruvísi en vant er, sérstakt og skemmtilegt verður gert á hverjum degi. Til að mynda fær hver vikudagur sinn lit og hlutverk, mánudagur verður t.d. gulur ævintýradagur og fimmtudagur verður ekki bara blár heldur verður allt í rugli líka! Dagskrá Gleðivikunar má sjá hér. …
Sveitarstjórnarfundur
Næsti fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars n.k. í fundarsal ráðhússins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá fundarins má sjá á heimasíðu Borgarbyggðar undir liðnum stjórnsýsla.
Bókagjöf til Grunnskólans í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi fékk á dögunum veglega bókagjöf. Það voru fulltrúar Kvenfélags Borgarness sem komu færandi hendi í skólann og gáfu milli 70 og 80 bækur. Þær Jóhanna Skúladóttir, Sæbjörg Kristmannsdóttir og Inga Birna Tryggvadóttir fylgdu svo gjöfinni úr hlaði. Þessar bækur nýtast afar vel í læsisverkefninu í 1. og 2. bekk en af hverri bók eru mörg eintök. Skólinn …
118 heimili njóta félagslegrar heimaþjónustu
Í ársskýrslu félagsþjónustu Borgarbyggðar kemur fram að á síðasta ári nutu 118 heimili félagslegrar heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Ellilífeyrisþegar eru stærsti hluti notenda eða 90 en öryrkjar njóta einnig þjónustunnar. Fram kemur að þjónustuþegar eru flestir í Borgarnesi eða 86, en 32 búa í dreifbýlinu. Konur á ellilífeyri eru stærsti hópur notenda eða 42 meðan karlar á ellilífeyri eru 21 og …
Tveir hundar í óskilum
Tveir svartir og hvítir Border Collie hundar eru í vörslu Borgarbyggðar. Þeir voru handsamaðir í Svignaskarði í dag en þar höfðu þeir verið á vergangi frá því síðastliðinn laugardag. Þeir eru vel haldnir, mjög hlýðnir og greinilega vanir að vera saman. Telji sig einhver eiga þessa hunda má hafa má samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða …
Frestun á losun endurvinnsluúrgangs í Borgarnesi
Kæru íbúar í Borgarnesi Tæma átti grænu tunnurnar hjá íbúum í Borgarnesi í gær þann 6. mars, en vegna veðurs hefur því verið frestað til morguns þ.e. föstudagsins 8. mars.
Yfirlit yfir árangur íbúa i flokkun úrgangs fyrir allt árið 2012
Sett hefur verið á heimasíðuna skjal sem sýnir magn og hlutfall sorpflokkunar já íbúum Borgarbyggðar fyrir allt árið 2012. Sjá hér.
Border Collie tíkur er saknað
Þeir sem hafa séð á vergangi stóra, svarta og hvíta Border Collie tík, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100. Hennar hefur verið saknað frá heimili sínu frá því á mánudag. Líklegast er að hún haldi sig einhversstaðar á svæðinu frá Borgarnesi og vestur að Haffjarðará.
Niðurstaða þjónustukönnunar
Í október – nóvember 2012 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Kannaðir voru ýmsir þættir s.s. hvort íbúar væru ánægðir með Borgarbyggð sem stað til að búa á, hversu ánægðir þeir væru með skipulagsmál og gæði umhverfisins og ýmsa þá þjónustu sem Borgarbyggð er með. Þá var einnig …
Bar-par frumsýnt í Logalandi
Frá Ungmennafélagi Reykdæla: Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir 1. mars nk. leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, og er þetta þriðja skiptið í röð sem hann leikstýrir hjá UMFR. Leikendur, sem eru tólf talsins, eru á ýmsum aldri, sá yngsti 10 ára og sá elsti á óræðum aldri. Sumir að taka þátt í sinni fyrstu sýningu, en aðrir hafa …