Styrkir vegna tómstundastarfs fyrir börn og unglinga

apríl 16, 2013
Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki til tómstundastarfs fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð.
Megináherslan með styrkveitingu er að styðja verkefni sem styrkja tómstundastarf barna og unglinga í sveitarfélaginu.
Um styrk geta sótt einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Borgarbyggð. Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda og hvort sótt hafi verið um aðra styrki.
Umsóknum skal skilað í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast þar og á vefsíðu sveitarfélagsins. Með umsókn skal jafnframt fylgja verkáætlun þar sem fram kemur umfang og tími verkefnis og sundurliðuð kostnaðaráætlun.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2013.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér.
Tómstundanefnd Borgarbyggðar
 

Share: