Klettaborg valinn tilraunaleikskóli

apríl 9, 2013
Leikskólinn Klettaborg hefur verið valinn tilraunaleikskóli fyrir verkefnið „Heilsueflandi leikskóli“ sem nú er unnið að hjá Embætti landlæknis. Verkefnið felst m.a. í að taka þátt í að gera handbók þar sem unnið verður með eftirfarandi þætti: Hreyfingu, næringu, tannvernd, geðrækt, öryggi, starfsfólk, fjölskyldu og nærsamfélag.
Haustið 2011 var byrjað að vinna að heilsueflingu í leikskólanum en þá notuð handbók fyrir grunnskóla, það er því sérstaklega ánægjulegt að skólinn skuli vera valinn tilraunaleikskóli við gerð handbókar fyrir heilsueflandi leikskóla.
Í vinnuhópi heilsueflandi leikskóla eru stýrihópur frá Embætti landlæknis auk leikskólastjóra 2-3 leikskóla sem munu taka þátt í að tilraunakeyra verkefnið. Næstu skref eru að setja saman drög að handbók með viðmiðum og gátlistum sem tilraunaleikskólar munu prófa væntanlega í haust.
Skemmtilegt verkefni framundan hjá leikskólanum Klettaborg.
 
 

Share: