Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2017 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi …
Dagforeldrar óskast
Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Verkefni og ábyrgðarsvið Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og …
Saga Borgarness
Komin eru í hús fyrstu eintökin af sögu Borgarness „Bærinn við brúna“ og „Byggðin við Brákarpoll“. Útgáfudagur verksins verður 29. apríl n.k. en þá verður haldin hátíðarsamkoma í Hjálmakletti þar sem, meðal annarra góðra gesta, verður Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson. Myndin sýnir annan höfund verksins, Heiðar Lind Hansson og formann ritnefndar, Birnu G Konráðsdóttur með fyrsta eintakið af öðru bindinu. …
Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar
Komin er út ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar og er hún aðgengileg hér http://safnahus.is/arsskyrslur/
Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi
Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi Kynningarfundur 20. mars kl.20.00 í Hjálmakletti Boðað er til opins íbúafundar með hönnuði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi. Einnig verða endurbætur á núverandi húsnæði kynntar. Undirbúningur er hafinn að byggingu mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Einnig verður ráðist í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstu árum. Orri Árnason arkitekt við …
Sumarstarfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar 2017
Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfstími er á tímabilinu frá 15. maí 2017 – 15. september 2017. Helstu verkefni: Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium. Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. Lágmarksaldur 18 ára. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga …
Sorphirðudagatal dreifbýli – ný útgáfa
Sorphirðudagatal fyrir sorphirðu í dreifbýli hefur verið uppfært þar sem söfnunardagar fyrir græna tunnu voru rangt skráðir. Engar breytingar verða á sorphirðudögum á almennu sorpi en hirðing á endurvinnsluúrgangi hnikast til. Rétt dagatal er að finna hér Borgarbyggð-Dagatal 2017 – dreifbýli. Er það einnig að finna undir borgarbyggd.is – þjónusta – umhverfi og skipulag – þjónusta.
Grunnskólinn í Borgarnesi – nýtt deiliskipulag
Ath: Deiliskipulagstillagan verður kynnt á kynningarfuundinum um viðbyggingu grunnskólans þann 20. mars í Hjálmakletti kl. 20. Sveitarstjórn hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu …
Ályktun um samgöngumál
Á 153. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í dag, fimmtudag, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að skera alfarið niður allar þær framkvæmdir í Borgarbyggð og vesturlandi öllu sem fyrirhugaðar voru á árinu 2017 samkvæmt nýsamþykktri Samgönguáætlun. Halda átti áfram langþráðri uppbyggingu Uxahryggjarvegar ásamt því að ljúka lagningu bundins slitlags úr Lundarreykjadal …









