Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar stendur nú yfir. Hér má finna umsóknareyðublað: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32&periodId Áhugasömum er velkomið að líta við, skoða og prófa hljóðfæri og fá upplýsingar um námið. Þeir núverandi nemendur sem ekki hafa staðfest skólavist fyrir næsta vetur geta sent tölvupóst á skólann. Athugið að staðfesta fyrir lok maí! Hægt er að hafa samband við skólastjóra í síma 433 7190 …
Leikskóli frá því að fæðingarorlofi lýkur
Faglegt leikskólastarf er sá kostur sem þykir eftirsóknarverðastur fyrir börn og foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Leikskólar starfa samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá þar sem meðal annars er kveðið á um eftirlit sveitarfélaga og ráðuneytis með starfsemi leikskóla. Rannsóknir benda til þess að það sé verulegur faglegur ávinningur fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. …
Borgarbyggð heilsueflandi samfélag
Íbúafundur um heilsueflingu í Borgarbyggð var haldinn í Hjálmakletti 18. maí s.l. Var hann vel sóttur og nutu fundarmenn fjölbreyttra erinda framsögumanna. Íris Grönfeldt fór, í máli sínu, yfir allt það sem til staðar er í Borgarbyggð sem stutt getur við heilsueflingu og hvatt m.a. til hreyfingar. Magnús Scheving ræddi á gamansömum nótum, en þó með alvarlegum undirtón, við fundarmenn …
Söfnun á rúlluplasti 2017
Næsta söfnun á heyrúlluplasti fer fram dagana 22. – 26. Maí. Allar upplýsingar veitir Gunnar hjá Íslenska Gámafélaginu í síma 840-5847.
Framhaldsprófstónleikar
Næstkomandi sunnudag, 14. maí kl. 17:00 mun Olgeir Helgi Ragnarsson tenór halda framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju. Jónína Erna Arnardóttir leikur með honum á píanó. Olgeir Helgi er tuttugasti og annar nemandinn sem lýkur framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar og eru tónleikarnir hluti framhaldsprófsins. Á dagskránni verða meðal annars þýsk ljóð, íslensk sönglög og ítalskar aríur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016; Góð rekstrarafkoma og traustur efnahagur. Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var afgreiddur í sveitarstjórn Borgarbyggðar við seinni umræðu þann 11. maí sl. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru …
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er lokuð í dag og á morgun (11. og 12. maí) vegna bilunar. Unnið er að viðgerð.
157. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. maí 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 7.4. (156) Fundargerðir byggðarráðs 12.4, 21.4, 27.4, 4.5.) (411, 412, 413, 414) Fundargerðir fræðslunefndar 11.4., 2.5. (154, 155.) Fundargerðir velferðarnefndar 7.4., 5.5. (71, 72) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. …
Starfsfólk Öldunnar í Nettó
Starfsfólk Öldunnar verður með söluborð fyrir framan Nettó á föstudaginn 12. maí, kl 13 – 14.30. Mikið úrval af nýjum vörum. Enginn posi á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laus störf í Hnoðrabóli
DEILDARSTJÓRI OG LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir deildarstjóra og leikskólakennara sem geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Deildarstjóri vinnur að uppeldi …








