
Helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins vorið 2017
Leikskólar í Borgarbyggð nota kannanakerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf leikskólanna og var könnun framkvæmd í mars s.l.
Í Klettaborg voru niðurstöðurnar afar ánægjulegar en foreldrakönnunin innihélt 31 matsþátt í sex flokkum þar sem hver matsþáttur innihélt eina eða fleiri spurningar, niðurstöðurnar voru svona:
- Daglegt leikskólastarf
Ánægja með leikskólann 92,9%*
Stjórnendur sýnilegir í daglegu starfi 97,6%*
Ánægja barnsins í leikskólanum 95%
Hæfilegur fjöldi barna á deild 93,3%
Hollt mataræði 88,9%
- Námsumhverfi
Vinnubrögð 95%
Aðstaða 88,9%
Félagsleg samskipti 100%
Þátttaka án aðgreiningar 100%
- Samskipti við foreldra
Upplýsingamiðlun 73,3%*
Þekking á stefnu og námsskrá leikskólans 97,8%*
Tengsl við starfsfólk leikskólans 100%
Hvatning til þátttöku í leikskólastarfinu 93,2%*
Tímasetning viðburða 84,4%
Heimasíða leikskólans 90,5%
- Upphaf og lok leikskólagöngu
Leikskólabyrjun 75%
Flutningur milli skólastiga 81,1%
Flutningur milli deilda 100%*
- Sérstakur stuðningur og sérfræðiþjónusta
Hlutfall sérkennslu og stuðnings 19,6%
Hlutfall sérfræðiþjónustu 26,1%*
* merkingin þýðir að mæling leikskólans á tilteknum þætti er tölfræðilega marktækt fyrir ofan niðurstöðu allra skóla á landinu sem tóku þátt í könnuninni miðað við 95% öryggismörk.
- Opin svör
Þar var spurt um hvað væri gott við Klettaborg og hvað væri slæmt eða mætti betur fara.
Margir foreldrar lýstu ánægju sinni með leikskólann (37 svör) og það starf sem fram fer hér og nefndu þá helst gott starfsfólk, gott andrúmsloft, væntumþykju og hlýju í garð barnanna, jákvæðni, fljótt tekið á málum, faglegt starf og gott skipulag.
Það sem betur mætti fara (17 svör) var helst nefnt: betra húsnæði vegna m.a. vegna þrengsla og plássleysis, betri tækjakostur, betra útisvæði, fjölbreyttari matur, næringarríkari og unninn frá grunni, meiri upplýsingar um yngstu börnin og persónulegri upplýsingar um hvernig einstaka barni gengur í leik og starfi.
Í heildina erum við í Klettaborg ánægð með niðurstöðurnar og verða athugasemdir úr opnum svörum nýttar til úrbóta.
Ég vil nota tækifærið til að þakka þeim foreldrum sem tóku þátt kærlega fyrir að hjálpa okkur til að gera leikskólastarfið enn betra og einnig þakka hlý orð í okkar garð, SAMAN GETUM VIÐ MEIRA.
Með vinsemd og virðingu,
Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri.
Borgarnesi, 19. júní 2017