Á fundi sveitarstjórnar þann 8. Júní sl. var ákveðið að sveitarstjórn taki frí frá fundarhöldum til júlíloka. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 10. ágúst n.k. Því fer byggðarráð með fullnaðarumboð sveitarstjórnar til afgreiðslu mála fram til júlíloka. Byggðarráð fundar sem hér segir á þessum tíma:
Fimmtudaginn 6. júlí
Fimmtudaginn 20. júlí
Ekki verða haldnir fundir hjá byggðarráði þann 29. júní, 13. júlí og 27. júlí miðað við hefðbundna fundaáætlun.