Nú er lokið framkvæmdum við endurgerð gangstéttar frá gatnamótum Sæunnargötu og Borgarbrautar upp í gegn um Kveldúlfsvöll sem og gangstétt upp með Ráðhúsinu að Berugötu sem byrjað var á s.l. haust. Í leiðinni var sett hitalögn í bílastæði fyrir fatlaða við Ráðhúsið sem bæta mun stórlega aðgengi fyrir þá sem það þurfa að nota. Það var fyrirtækið Sigurgarðar ehf sem …
Rusl á gámasvæðum
Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar ábendingar um slæma umgengni við gámastöðvar í héraðinu. Það ber að þakka að slíkar ábendingar berist því öll viljum við að sé gengið vel um. Sérstaklega hefur slæm umgengni verið áberandi við gámastöðvarnar við Gufuá og Grímsstaði þar sem hrúgað er við gámana allskyns drasli sem þar á ekkert heima. Þar má t.d. nefna málma, raftæki, …
160. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 160 FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. ágúst 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 8.6., 3.7. (158, 159) Fundargerðir byggðarráðs (15.6,22.6,6.7,20.7,3.8) (418, 419, 420, 421, 422) Fundargerðir fræðslunefndar 13.6. (157) Fundargerðir velferðarnefndar 4.8. (74) Fundargerð umhverfis – skipulags …
Njóli, lúpína og kerfill
„Að undanförnu hefur verið uppi umræða meðal nokkurra íbúa Borgarness um að nauðsynlegt sé að hefja aðgerðir gegn njóla, kerfli og lúpínu innan marka Borgarness til að hamla gegn enn frekari útbreiðslu þessara tegunda. Einnig hafa komið ábendingar um að grípa þurfi til aðgerða til að hamla gegn útbreiðslu kerfils í uppsveitum Borgarfjarðar. Skoðanir eru reyndar nokkuð skiptar varðandi ágæti …
Tæming ruslatunna á staurum
Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um að það komi fyrir að ruslatunnur á staurum séu ekki tæmdar nægjanlega oft. Það er mjög gott að fá slíkar ábendingar því öll viljum við halda umhverfi okkar snyrtilegu og að það sé okkur til sóma. Vinnureglan er sú að tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og mánudögum. Vegna þess að ferðafólk …
Mikil aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar
Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Á degi hverjum sækja milli 500-600 gestir sundlaugina í Borgarnesi. Gerðar voru endurbætur á sundlaugin á Varmalandi í vor en hana sækja um 200-300 manns á dag yfir sumartímann. Um 50 manns hafa sótt sundlaugina á Kleppjárnsreykjum það sem af er sumri. Í Sögu Borgarness 2, Bærinn við brúnna eftir Egil …
Lokaskýrsla um húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.
Verkfræðistofan Efla skilaði þann 19. júlí sl. inn lokaskýrslu um úttekt á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Fram kemur í skýrslunni að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsnæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna áætlun um fyrstu viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar, forgangsröðun aðgerða og kostnaðargreiningu sem lögð verður fyrir fyrir byggðarráð. Smíði glugga í suðurhlið er þegar hafin til að …
Fallegt í Borgarnesi
„Ef ég hefði átt að lýsa Borgarnesi í byrjun 20. aldarinnar, hefði ég sagt, að það væri versti staður á Íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, alltaf vont veður, stormur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu uppi á einhverju stóru pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði …
Bilun í bifreið Íslenska Gámafélagsins við losun á Grænu tunnunum
Bilun varð í bifreið Íslenska Gámafélagsins við hreinsun á Grænu tunnunum í Borgarbyggð í gær svo ekki var hægt að tæma allar tunnurnar sem átti að tæma. Viðgerð á bifreiðinni stendur yfir og haldið verður áfram hreinsun um leið og hún verður komin í lag. Íbúar og aðrir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á óþægindunum.
Týndur kisi
Högni, óörmerktur. Kom í gildru í Rauðanesi uppl í síma 8925044








