Umhverfisviðurkenningar 2017

ágúst 28, 2017
Featured image for “Umhverfisviðurkenningar 2017”

Umhverfisviðurkenningar 2017

Ítrekun – Framlengdur frestur
Eins og undanfarin ár vill Borgarbyggð veita viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og hvetja íbúa til að hjálpa okkur
að gera Borgarbyggð að einu snyrtilegasta sveitarfélagi landsins.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2017 í eftirfarandi fjórum flokkum:
1. Snyrtilegasta bændabýlið
2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús
3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði
4. Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver og einn sent inn margar tilnefningar.
Tilnefningar óskast sendar í Ráðhús Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 1. september 2017.


Share: