Gæðamál

Innra mat

Innra mat er lagt fyrir í þeim tilgangi að finna það sem vel er gert í skólastarfinu, finna það sem gera má betur og hvort sú þjónusta sem skólinn veitir er í samræmi við skólanámskrá, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla. Niðurstöður úr innra mati á að nýta vel til að gera starfið enn betra. Á grundvelli niðurstaðna skal gerð tímasett úrbótaáætlun. Mikilvægt er að hún sé raunhæf og henni sé fylgt markvisst eftir. Skýrslu um innra mat skal skila til sveitarfélagsins, strax að skóla loknum að vori sem og að birta á heimasíðu skólans.

Mat á skólastarfi er tvíþætt; innra mat sem skólar framkvæma sjálfir og ytra mat sem utanaðkomandi aðilar framkvæma.

Skólastjóri ber ábyrgð á gæðum skólastarfsins í samvinnu við starfsfólk, og innra mat á að vera samofið daglegu starfi skólans, efla þekkingu og ábyrgð starfsfólks. Lýðræðisleg vinnubrögð við innra mat stuðla að auknum gæðum í starfinu, og niðurstöður þess skulu nýttar til umbóta í skólastarfi í samráði við skólaráð.

Við mat á skólastarfinu eru eftirfarandi þættir notaðir til gagnaöflunar:

· Kannanir sem gerðar eru á vegum Skólapúlsins; foreldrakönnun og nemendakönnun fyrir 6. – 10. bekk sem lagaðr eru fyrir á hverju ári og haustið 2025 verður í fyrsta sinn lögð fyrir könnun í 2. – 5. bekk að auki.

· Starfsmannakönnun er lögð fyrir tvisvar á ári þar sem spurt er um líðan og starfsumhverfi.

· Niðurstöður út starfsmannaviðtölum sem fara fram í janúar – febrúar ár hvert.

· Niðurstöður úr Lesfimi.

Við höfum tekið í notkun BRAVOLesson sem er gæðakerfi fyrir skóla og hjálpar til við utanumhald innra mats og býður upp á hraða og skýra úrvinnslu sem auðveldar greiningu á niðurstöðum kannanna. Þar er einnig boðið upp á form og leiðir til að meta skólastarf, s.s. vettvangskannanir sem bæði skólastjórnendur og kennarar geta nýtt. Þar er sett fram á skýran hátt hvað er gott og hvað þarf að laga og tillögur gerðar að útbótaáæltlun.

Uppfært 03/2025