Tveir talmeinafræðingar starfa hjá Borgarbyggð. Næsti yfirmaður þeirra er sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Talmeinafræðingar leggja fyrir málþroska- og framburðarpróf, en sinna ekki þjálfun. Ráðgjöf til foreldra og kennara er veitt á skilafundum, þegar niðurstöður greininga liggja fyrir.
Skrifleg beiðni undirrituð af foreldrum þarf að liggja fyrir áður en nemendum er vísað til talmeinafræðings. Slíka beiðni, tilvísunarblað, má nálgast hjá deildarstjórum.
Uppfært 01/2020