Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Hann leitast við að aðstoða þá við lausn ýmissa mála sem upp koma. Hann stendur vörð um velferð nemenda á breiðum vettvangi og veitir þeim ráðgjöf. Hann vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á og aðra sérfræðinga innan og utan skólans. Námsráðgjafi er ekki meðferðaraðili en aðstoðar við lausn á vandamálum og vísar málum einstaklinga til viðeigandi sérfræðings s.s. sálfræðings, hjúkrunarfræðings og sérkennara, eftir því sem við á.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:
- Nám, námstækni og prófkvíði
- Framhaldsnám og starfsval
- Aðstoð við raunhæfar áætlanir m.t.t. áhugasviðs
- Persónuleg mál
Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
Dæmi um erindi nemenda til náms- og starfsráðgjafa er tengjast náminu:
- Skipulag heimanáms
- Einbeitingarskortur í náminu
- Skipulagsleysi
- Kvíði tengdur skólagöngu og prófum
- Mætingar
- Námsleiðir
- Starfsval
Dæmi um erindi nemenda til náms- og starfsráðgjafa er tengjast persónulegum málum:
- Samskipti við aðra, s.s. hitt kynið, kennara, bekkjarfélagana
- Hvernig nýta má hæfileika nemenda
- Feimni
- Einmanaleiki
- Stríðni
- Einelti
- Kvíði og þunglyndi
- Ýmislegt sem nemendum liggur á hjarta
Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa með þau mál sem þeim liggja á hjarta. Jafnframt geta foreldrar, kennarar og stjórnendur skólans vísað málum til námsráðgjafa.