Það hefur lengi verið hefð að unglingastig GBF fari saman í hópeflisferð í fyrstu kennsluvikunni, kynnist nærumhverfinu og gisti svo saman. Í ár var gerð könnun meðal nemenda um hvað þau vildu gera og langflestir vildu hafa „eins og í fyrra“. Því var farið, eins og árið áður, í Einkunnir, þar sem við fórum í ýmsa leiki, kynntumst betur og grilluðum. Eftir dagskrá þar var farið í Brautartungu þar sem hópurinn gisti. Nemendum var skipt í hópa sem leystu ýmsar þrautir og sáu einnig um ákveðna þætti í matseld og frágangi. Frábær ferð og alltaf jafn skemmtilegt að hefja skólaárið á þessu.
Útistærðfræði
Í fyrstu vikunni fór 3. og 4. bekkur út fyrir skólastofuna til að njóta veðurblíðunnar og prufa sig áfram í öðrum aðferðum við námið. Hópnum var skipt upp í þrjár einingar, sem reyndi á samvinnu í verkaskiptingu og skapaði einnig passlegan keppnisanda milli hópa. Verkefnið fól í sér lengdarmælingar, finna form og mismunandi horn ásamt verkefnum með steinum. Nemendur fengu …
Afhending hluta nýbyggingar á Kljr
Þann 1.september var afhent ein álma nýja skólahúsnæðisins á Kleppjárnsreykjum. Í því kennslurými verður yngsta stig skólans staðsett þangað til öll byggingin fæst afhent. Unglingarnir aðstoðuðu nemendur við flutninginn og báru inn borð og önnur húsgögn. Mikil ánægja er með þetta nýja glæsilega húsnæði og undu nemendur sér vel við að koma sér fyrir með kennurum sínum.
Berjamó á Varmalandi
Nemendur á Varmalandi skelltu sér í berjamó í lok ágúst. Farið var í nálægar lautir þar sem týnd voru bæði krækiber og bláber. Veðrið lék við hópinn og allir tóku virkan þátt. Afurðin verður svo nýtt í kennslustundum í heimilisfræði í vetur þar sem nemendur nýta berin til að búa til ýmislegt girnilegt. Með þessu læra nemendur ekki aðeins að …
Skólasetning
Grunnskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 25. ágúst við stutta athöfn á öllum starfsstöðvum skólans þar sem nemendur fyrsta bekkjar voru boðnir velkomnir með því að fá afhenda rós frá vinabekkjum sínum. Á Kleppjárnsreykjum fór athöfnin fram í íþróttahúsinu og fluttu Haukur og Sigvaldi nemendur úr 10.bekk tónlistaratriði. 6. bekkur afhenti fyrsta bekkjar nemendum rósir. Að því loknu fóru allir og …
Öskudagur
Öskudeginum var fagnað hjá Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur og starfsfólk klæddi sig í hina fjölbreyttu búninga. Á Hvanneyri var gengið á milli fyrirtækja, sungið og í staðinn fengu nemendur smá gotteri. Á Kleppjárnsreykjum var gotteríi komið fyrir í tunnu sem nemendur slógu síðan botninn úr. Á Varmalandi var köttur (reyndar bangsi) sleginn úr tunnunni og fengu nemendur gotterí að …
Fjölgreindarleikar á Varmalandi
Uppbrotsdagur með áherslu á styrkleika Á Varmalandi var fimmtudagurinn 14. nóvember tileinkaður fjölbreytileika og sköpun þegar nemendur tóku þátt í fjölgreindaleikum Gardners. Kenning Gardners um fjölgreind leggur áherslu á að einstaklingar læri á mismunandi vegu og búi yfir ólíkum styrkleikum, hvort sem um rýmisgreind, tónlistargreind og fleira. Til að fagna þessum fjölbreytileika var nemendum skipt í hópa þvert á bekki, …
Leikskólinn Hraunborg fluttur á Varmaland
Mikil gleði ríkir á Varmalandi þar sem leikskólinn Hraunborg hefur nú hafið starfsemi sína á Varmalandi en var áður á Bifröst. Aðstaðan er til fyrirmyndar eftir að verktakar luku störfum. Leikskólinn er kærkomin viðbót við námsumhverfi grunnskólans og hefur þegar aukið fjölbreytileika og líf í skólanum, sérstaklega á kaffistofu starfsmanna. Kennarar grunnskólans hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi leikskólans og …
Gjöf frá Glitstöðum
Í tilefni að því að Guðrún og Eiður á Glitstöðum eiga ekki barn lengur í Varmalandsdeild eftir að hafa verið rúmlega tuttugu ár með nemanda við skólann þá ákváðu þau að færa skólanum stóran og öflugan hátalara. Þessi hátalari mun nýtast nemendum og starfsmönnum vel við skólann í fjölbreyttum verkefnum. Þessa vikuna er hann t.d. í notkun í danskennslu. Skólinn …
Bleikur dagur
Nemendur og starfsfólk tóku þátt í bleika deginum. Hægt var að sjá bleikan lit í fjölbreyttum útgáfum um skólann í fatnaði, aukahlutum eða hárlit nemenda og starfsmanna. Á Hvanneyri hefur skapast hefð fyrir því að nemendur búi til bleikarslaufur og skrifi falleg skilaboð á slaufuna til einhverrar konu sem þeim þykir vænt um. Sumir vilja senda mömmu, aðrir ömmu eða …