Í síðustu viku komu systurnar Hanna Ágústa og Sigríður Ásta Olgeirsdætur ásamt flottum barnakór í heimsókn í skólann. Komu þær með Tónlistarævintýrið Sónatínu í tilefni af Barnó, barnamenningarhátíð Vesturlands. Nemendur skemmtu sér vel á sýningunni og höfðu mjög gaman af.
Kvenfélagsgjöf til Varmalandsdeildar
Föstudaginn 12. september síðastliðinn kom formaður Kvenfélags Stafholtstungna ásamt fleiri kvenfélagskonum færandi hendi til nemendanna á Varmaland. Þær færðu skólanum Roland hljómborð sem mun nýtast í söngstundum og fleiri verkefnum. Í tilefni af þessu kom Steinunn Þorvaldsdóttir og spilaði nokkur lög á nýja hljómborðið og nemendur á leikskólanum Hraunborg og Varmalandsdeild tóku vel undir. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa frábæru …
Samfélagslöggan í heimsókn
Samfélagslöggan er forvarnaverkefni Lögreglunnar á Vesturlandi og miðar að því að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega. Nemendur í 1. bekk á öllum deildum fengu fræðslu og spurðu mjög flottra spurninga. Einnig fengu nemendur endurskinsmerki gefins frá Björgvini samfélagslöggu. Við þökkum Samfélagslöggunni kærlega fyrir komuna.
Yngsta stigs leikar
Fimmtudaginn 4. september sl. hittust börn úr 1. – 4. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandsdeild. Markmiðið var að kynnast betur, vinna saman og njóta þess að læra um náttúruna í fjölbreyttum verkefnum. Nemendur voru settir í blandaða hópa og unnu ýmis þematengd verkefni tengd náttúrunni. Þar gafst þeim tækifæri til að læra af hvert öðru, spyrja spurninga og uppgötva nýja hluti …
Útikennsla á yngsta stigi á Kljr
Í fyrsta útikennslutíma vetrarins fóru nemendur á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum í sveppatínslu, hópurinn gekk út á Læknistún og hjálpaðist að við að finna og tína mismunandi tegundir sveppa sem fundust á svæðinu. Í kjölfarið tókum við sveppina, skoðuðum þá, bárum saman mismunandi tegundir og skoðuðum svo í víðsjám. Sveppirnir sjálfir og hinir ýmsu íbúar þeirra vöktu mikla lukku …
Hópeflisferð unglinga
Það hefur lengi verið hefð að unglingastig GBF fari saman í hópeflisferð í fyrstu kennsluvikunni, kynnist nærumhverfinu og gisti svo saman. Í ár var gerð könnun meðal nemenda um hvað þau vildu gera og langflestir vildu hafa „eins og í fyrra“. Því var farið, eins og árið áður, í Einkunnir, þar sem við fórum í ýmsa leiki, kynntumst betur og grilluðum. Eftir dagskrá þar var farið í Brautartungu þar sem hópurinn gisti. Nemendum var skipt í hópa sem leystu ýmsar þrautir og sáu einnig um ákveðna þætti í matseld og frágangi. Frábær ferð og alltaf jafn skemmtilegt að hefja skólaárið á þessu.
Útistærðfræði
Í fyrstu vikunni fór 3. og 4. bekkur út fyrir skólastofuna til að njóta veðurblíðunnar og prufa sig áfram í öðrum aðferðum við námið. Hópnum var skipt upp í þrjár einingar, sem reyndi á samvinnu í verkaskiptingu og skapaði einnig passlegan keppnisanda milli hópa. Verkefnið fól í sér lengdarmælingar, finna form og mismunandi horn ásamt verkefnum með steinum. Nemendur fengu …
Afhending hluta nýbyggingar á Kljr
Þann 1.september var afhent ein álma nýja skólahúsnæðisins á Kleppjárnsreykjum. Í því kennslurými verður yngsta stig skólans staðsett þangað til öll byggingin fæst afhent. Unglingarnir aðstoðuðu nemendur við flutninginn og báru inn borð og önnur húsgögn. Mikil ánægja er með þetta nýja glæsilega húsnæði og undu nemendur sér vel við að koma sér fyrir með kennurum sínum.
Berjamó á Varmalandi
Nemendur á Varmalandi skelltu sér í berjamó í lok ágúst. Farið var í nálægar lautir þar sem týnd voru bæði krækiber og bláber. Veðrið lék við hópinn og allir tóku virkan þátt. Afurðin verður svo nýtt í kennslustundum í heimilisfræði í vetur þar sem nemendur nýta berin til að búa til ýmislegt girnilegt. Með þessu læra nemendur ekki aðeins að …
Skólasetning
Grunnskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 25. ágúst við stutta athöfn á öllum starfsstöðvum skólans þar sem nemendur fyrsta bekkjar voru boðnir velkomnir með því að fá afhenda rós frá vinabekkjum sínum. Á Kleppjárnsreykjum fór athöfnin fram í íþróttahúsinu og fluttu Haukur og Sigvaldi nemendur úr 10.bekk tónlistaratriði. 6. bekkur afhenti fyrsta bekkjar nemendum rósir. Að því loknu fóru allir og …