Störf óháð staðsetningu – ert þú snillingur?

mars 15, 2022
Featured image for “Störf óháð staðsetningu – ert þú snillingur?”

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu. Um er að ræða sérfræðngur á hag- og upplýsngasviði og sérfræðingur á kjarasviði

Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, heimavinnu, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur ríka áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heimavinnu. Þannig að ef þetta heillar þig og ef þú ert snillingur þá viljum við heyra í þér.

Starfsaðstaða

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Umsókn


Share: