Vel heppnað Ungmennaþing að baki

mars 17, 2022
Featured image for “Vel heppnað Ungmennaþing að baki”

Ungmennaþing Vesturlands fór fram á Lýsuhóli dagana 12.-13. mars sl. Sex sveitarfélög á Vesturlandi sendu fulltrúa á þingið, þar á meðal Borgarbyggð. Meðlimir Ungmennaráðs Borgarbyggðar tóku þátt af heilum hug og fengu tækifæri til að stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks í landshlutanum og kynnast öðrum ungmennum á svæðinu svo fáeitt sé nefnt.

Umræðuefni þingsins var mjög fjölbreytt. Staða ungmenna á Vesturlandi frá ýmsum hliðum var meðal þess sem rætt var, auk þess sem hópurinn fékk fræðslu. Á lokadegi þingsins mættu síðan frambjóðendur frá Akraneskaupstað, Stykkishólmsbæ og Borgarbyggð. Ungmennin voru búin að vinna góða undirbúningsvinnu áður en frambjóðendur mættu á svæðið, sem gerði það að verkum að áhugaverðar samræður áttu sér stað.

Ungmennaþingið var vel heppnað í alla staði og fá allir þátttakendur þingsins skýrslu sem Ungmennaráð Borgarbyggðar mun hafa til hliðsjónar í áframhaldandi vinnu sinni. Næsta þing fer síðan fram eftir tvö ár og er strax mikil tilhlökkun fyrir því að endurtaka þessa frábæra helgi.


Share: