Barnamenningarhátíðin OK verður haldin dagana 8.-13. maí nk. Hátíðin fer á milli svæða á Vesturlandi með stuðningi SSV og verður nú haldin í Borgarfirði og nágrenni.
Á barnamenningarhátíðinni er fagnað allri menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn í lífi þeirra og verkefnum.
Í tilefni hátíðarinnar verður gefið út barnablað. Með því að skila efni og skráningarblaði er briting samþykkt ef efnið verður fyrir valinu.
Skráningarblaðið má nálgast hér
Nánari upplýsingar veitir Sigfríður Björnsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar í síma 433-7190 eða tonlistarskoli@borgarbyggd.is