Borgarbyggð gerir samstarfssamning við Símenntun á Vesturlandi

mars 30, 2023
Featured image for “Borgarbyggð gerir samstarfssamning við Símenntun á Vesturlandi”

Borgarbyggð hefur gert samning við Símenntun á Vesturlandi um þjónustu á innleiðingu fræðsluáætlunar, gerð nýliðafræðslu og rafrænnar fæðslu á kennslukerfi fyrir Borgarbyggð. Um er að ræða stórt og mikilvægt skref hjá sveitarfélaginu í fræðslumálum.

Verkefnastjóri símenntunar mun skipuleggja fræðslu sem er á dagskrá samkvæmt fræðsluáætlun á árinu 2023 og 2024.

Sveitarfélagið hefur átt ánægjulegt samstarf við Símenntun á Vesturlandi við gerð fræðsluáætlunnar og er mikil tilhlökkun með áframhaldandi samstarfs. Borgarbyggð er samhliða þessari vinnu að innleiðina kennslukerfið Learn Cove, en þar verður boðið upp á ýmis námskeið sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins. Borgarbyggðarskólinn hefur það að markmiði að efla starfsfólk bæði faglega og persónulega. Námskeiðin verða bæði skylda og val fyrir starfsfólk.

Þá verðu einnig einblínt á nýliðafræðslu þar sem nýtt starfsfólk sem hefur störf hjá sveitarfélaginu fær kynningu á Borgarbyggð og mikilvægar upplýsingar um starfsemina og sveitarfélagið. Innleiðingin hefst núna á næstu vikum og er mikil tilhlökkun að geta byrjað að miðla efni til starfsfólks til þess efla núverandi fræðslu og auka enn framboð og aðgengi að fræðslu fyrir starfsfólk sveitarfélagsins.

 

 

 

 

Ljósmynd: Hekla Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Símenntun á Vesturlandi og Íris Gunnarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Share: