Laust starf verkefnastjóra í skipulagsdeild

maí 9, 2022
Featured image for “Laust starf verkefnastjóra í skipulagsdeild”

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskornum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hefur opinbert eftirlit og umsjón með skipulagsmálum, sbr. lög nr. 123/2010 með síðari breytingum.
  • Framkvæmd skipulagsmála og leyfa.
  • Gerir auglýsingar og kynningar varðandi skipulagsmál, þar með talið í Stjórnartíðindum.
  • Lögformlega afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.
  • Aðstoðar við viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna opinbers vegna skipulagsmála í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um.
  • Aðstoðar við útreikninga og að reikningar séu gefnir fyrir gjöldum er varðar skipulagsmál samkv. gjaldskrá Borgarbyggðar.
  • Veitir upplýsingagjöf og ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál í Borgarbyggð.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af deildarstjóra skipulags- og byggingarmála.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi, þ.m.t. í Skipulagsfræði, umhverfisskipulagi eða landslagsarkitektúr
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Nákvæmni og skipulagning í vinnubrögðum
  • Þekking og hæfni í íslensku, bæði töluðu sem rituðu máli. Reynsla af textagerð, s.s. skýrslugerð æskileg.

 

 


Share: