Laust starf byggingarfulltrúa í skipulags- og byggingardeild

maí 19, 2021
Featured image for “Laust starf byggingarfulltrúa í skipulags- og byggingardeild”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Í skipulags- og byggingardeild Borgarbyggðar starfa 6 starfsmenn, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála, byggingarfulltrúi, skipulagsfulltrúi auk þriggja annarra starfsmanna. Markmið Borgarbyggðar er að leggja áherslu á teymisvinnu og samstarf, með það að markmiði að afgreiða mál skjótt og örugglega.

Erum við að leita að þér?

Starf auglýst sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins.
  • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum.
  • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt yfirferð og staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga.
  • Samskipti við hagsmunaaðila.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af deildarstjóra skipulags- og byggingarmála.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr.160/2010.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála.
  • Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á OneSystem er kostur.
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi.
  • Þekking í íslensku, rit- og talmáli er kostur, og jafnframt þekking á ritun álitsgerða, minnisblaða, bréfaskrifta og sambærilegra skjala.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið:

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð: https://borgarbyggd-3.alfred.is/

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Stjórnsýslu-og þjónustusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 5. júní 2021

Nánari upplýsingar veitir Guðný Elíasdóttir deildarstjóri skipulags- og byggingarmála, netfang: gudny.eliasdottir@borgarbyggd.is – símanúmer: 433-7100

 


Share: