Gatnaframkvæmdir á Borgarbraut

júní 15, 2022
Featured image for “Gatnaframkvæmdir á Borgarbraut”

Á næstunni hefjast framkvæmdir Veitna, RARIK, Vegagerðarinnar og Borgarbyggðar á Borgarbraut. Verkið felst í endurnýjun fráveitulagna, hitaveitu- og vatnslagna ásamt endurnýjun yfirborðs götu og gangstíga á um 550 m kafla Borgarbrautar, milli Böðvarsgötu og Egilsgötu.

Verkið er áfangaskipt og er áætlað að 1. áfanga verði lokið fyrir 1. október 2022. Áfangar 2 og 3 verða unnir á árinu 2023 og verkinu verður að fullu lokið 15. október 2023.

Framkvæmdir við 1. áfanga hefjast á næstu dögum og verður Borgarbraut því lokað frá Skallagrímsgötu að Egilsgötu. Hjáleiðir verða um Böðvarsgötu, Þórólfsgötu, Sæunnargötu og Bjarnarbraut.

Framkvæmdirnar munu hafa töluverð áhrif á umferð á svæðinu en settar verða upp viðeigandi merkingar um hjáleiðir. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á verktímanum. 

Íbúar og fyrirtæki í bænum mega búast við einstaka lokunum á rafmagni, hitaveitu og/eða vatnsveitu á verktímanum og verður upplýst um þær með eins góðum fyrirvara og hægt er hverju sinni.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: