Framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Borgarnesi frá Klettaborg að Hrafnakletti

júní 16, 2021
Featured image for “Framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Borgarnesi frá Klettaborg að Hrafnakletti”

Tilkynning um útgáfu framkvæmdaleyfis í Borgarnesi, Borgarbyggð.

Framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Borgarnesi frá Klettaborg að Hrafnakletti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. júní 2021 að auglýsa útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu göngustígs meðfram Borgarvogi, frá Klettaborg að Hrafnakletti.

Göngustígur þessi er liður í lagningu strandastígs meðfram vesturströnd Borgarness sem tengist svonefndum Söguhring og tengir Brákarpollinn við Borg á Mýrum.

Borgarbyggð, 16. júní 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar


Share: