Föngun katta á Hvanneyri

júní 22, 2021
Featured image for “Föngun katta á Hvanneyri”

Sveitarfélagi er heimilt að fanga ketti með föngunarbúrum sbr. 24. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013, sbr. 12. gr. reglugerðar um velferð gæludýra nr. 80/2016 og sbr. 8. gr. samþykktar um hunda og kattahald í Borgarbyggð.

Þann 29. júní nk. er áætlað að setja búr á Hvanneyri til að fanga villta og hálfvillta ketti og verða búrin úti frá 29. júní – 2. júlí nk. Þeim tilmælum er beint til íbúa að halda heimilisköttum innandyra þessa daga.

Þá er minnt á að að skylt er að einstaklingsmerkja hunda og ketti og sækja um leyfi til sveitarfélagsins til að halda hunda og ketti í þéttbýli.

Nánari upplýsingar eru hér. 


Share: