Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar

maí 20, 2021
Featured image for “Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar”

Íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir gestir í Borgarbyggð eru beðnir um að fara gætilega og varast aðstæður og athafnir sem geta leitt af sér að eldur yrði laus í gróðri á meðan á þurrkatíð stendur. Athugið að meðferð opins elds er stranglega bönnuð í Borgarbyggð.

Hættustig er í gildi í Borgarbyggð vegna hættu á gróðureldum og því þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Kveikja ekki eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðelda, flugelda og annað sambærilegt).
  • Nota ekki einnota grill sem og venjuleg grill.
  • Kanna flóttaleiðir við og frá sumarhúsum.
  • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun.
  • Vinna ekki með verkfæri sem hitna mikið eða valdið geta neista.
  • Fjarlægja eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta).
  • Bleyta gróður í kringum hús þar sem þurrt er.

Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda á: www.grodureldar.is.


Share: