27. mars 2007 09:57 |
Árshátíð Nemendafélags G.B. |
Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness er nú komin á fjalirnar á stóra sviðinu í Óðali. Að þessu sinni er það rokksöngleikurinn “Wake me up” sem Hallgrímur Helgason þýddi og samdi handrit við.
Tónlistina útsetti Jón Ólafsson.
Hvetjum alla til að koma og eiga góða stund með unglingum í Óðali en aðeins sex sýningar á verkinu eru í boði.
Leikstjóri er Arnoddur Magnus Danks
Frumsýning : Þri. 27. mars kl. 20.00
Aðrar sýningar verða sem hér segir:
Mið. 28. mars kl. 17.00 og 20.00
Fim. 29. mars kl. 20.00
Fös.30. mars kl. 17.00 og 20.00
Miðapantanir eftir kl. 14.00 sýningardaga í Óðali í síma 437-1287.
Verið velkomin og styrkjum unglingana í leikstarfinu!
Miðaverð fullorðnir 1.200 kr.
Miðaverð börn 16 ára og yngri 800 kr.
Góða skemmtun!
Nemendafélag G.B.
|