Vortónleikar Tónlistarskólans

maí 7, 2010
Senn líður að vortónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar en hún hefst mánudaginn 10. maí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Tónlistarskólanum að Borgarbraut 23 í Borgarnesi og í félagsheimilinu Logalandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
Fyrstu tónleikarnir verða í Tónlistarskólanum á mánudag kl. 16.30. Næstu tónleikar verða:
Mánudaginn 10. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi
Mánudaginn 10. maí kl. 20.00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi – Söngdeild
Þriðjudaginn 11. maí kl. 18.00í Tónlistarskólasal Borgarnesi
Miðvikudaginn 12. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi
Miðvikudaginn 12. maí kl. 20.30 í Logalandi
Mánudaginn 17. maí kl. 20.30 í Logalandi
Þriðjudaginn 18. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi
 
 

Share: