Keppnin ,,Hjólað í vinnuna” hófst í dag 5. maí og
stendur til 25. maí. Starfsmenn ráðhússins í Borgarnesi
taka þátt og er liðið skráð undir heitinu Ráðhúsgengið.
Núna eru skráðir til keppni 10 af 19 starfsmönnum, en
vonir eru bundnar við að þeir sem ekki eru búnir að skrá sig til keppni geri það á næstu dögum.
Hægt er að fylgjast með árangri ,,Ráðhússgengisins”
undir eftirfarandi slóð.