Vöðvasullur og hundahreinsun

nóvember 9, 2018
Featured image for “Vöðvasullur og hundahreinsun”

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur borið óvenjumikið á því á þessari sláturtíð, að vöðvasullur  finnist í sláturfé á Vesturlandi. Um er að ræða bandorm og millihýsill hans er hundur. Mesta áhættan er ef hundar komast í hrámeti, t.d. af heimaslátruðu.
Sýkillinn smitast ekki í fólk, en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti og veldur hugsanlega óþægindum fyrir féð. Til að stöðva útbreiðslu er mikilvægt að koma í veg fyrir að hundar éti hrámeti og að sinna ormahreinsun hunda vel. Nánari upplýsingar má sjá í frétt MAST.

Þá er minnt á að 12. nóvember hefjast árlegir hunda- og kattahreinsunardagar fyrir hunda í þéttbýli Borgarbyggðar.Nánari upplýsingar má sjá hér.


Share: