Lágmark 2 metrar milli manna og mest 15 mínútur í einu
- Reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.
- Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir.
- Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga.
- Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.
Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita.
Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.
Aðgerðastjórn almannavarna á Vesturlandi.
Rauði krossinn:
Aðstoð með aðföng
Hægt er að hafa samband við Rauða krossinn varðandi aðföng eftir þörfum. Allir sem staddir eru hér á landi en þurfa að vera í sóttkví í heimahúsi geta haft samband við hjálparsíma Rauða krossins í
síma 1717 eða á netspjalli á www.1717.is.
Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði.
Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst.