Vígsluathöfn í Einkunnum

október 1, 2009
Atvinnuátakshópur sem verið hefur við vinnu í Einkunnum í sumar hefur nú lokið við gerð fræðslurjóðurs undir Litlu-Einkunn og lagningu stíga víða um fólkvanginn. Af því tilefni er boðað til vígsluathafnar sem haldin verður laugardaginn 3. október næstkomandi og hefst kl. 14.00. Safnast verður saman við fræðslurjóðrið undir Litlu-Einkunn og þaðan farið í göngu með laiðsögn um svæðið. Að göngu lokinni verður boðið upp á ketilkaffi og pyslur sem grillaðar verða yfir eldi í rjóðrinu.
Verkefnið var unnið í samvinnu Borgarbyggðar, Vinnumálastofnunar, Skógræktarfélags Íslands, Samgönguráðuneytisins og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.
Verkefnið hefur einnig verið styrkt af Menningarráði Vesturlands og Ferðamálastofu.
 
Sjá auglýsingu hér
 

Share: