Við erum ennþá öll almannavarnir

mars 17, 2022
Featured image for “Við erum ennþá öll almannavarnir”

Útbreiðsla COVID-19 er áfram gríðarlega mikil og hefur áhrif víða í samfélaginu þótt reglur um sóttkví og einangrun hafi verið felldar niður. Greiningum hefur ekki fjölgað, en innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og því mikilvægt að við vinnum áfram saman að því að hefta útbreiðsluna eins og við getum. 

Öflugasta vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.  Æskilegt er að þeir sem greinast með Covid-19 haldi sig frá öðrum eins og kostur er, þegar umgengni við aðra er óhjákvæmleg er rétt að smitaðir haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum, noti grímu og gæti að handhreinsun og þrifum á umhverfi eftir því sem við á. Í fjölmenni er gott að nota grímu, til dæmis þegar farið er í matvöruverslun og á viðburði. Allir ættu að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum í umgengni við aldraða og aðra viðkvæma einstaklinga.

Upplýsingar um Covid-19 og góð ráð er að finna hér. 

Við erum öll almannavarnir. 


Share: