Laust starf félagsráðgjafa í móttöku flóttafólks

mars 23, 2022

Borgarbyggð auglýsir eftir félagsráðgjafa til starfa við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Fólkið mun dvelja á Bifröst í Borgarfirði meðan útvegað er varanlegra búsetuúrræði. Dvöl á Bifröst verður að hámarki 12 vikur. Um getur verið að ræða allt að 150 manns, börn og fullorðna. Félagsráðgjafinn mun starfa í öflugu þverfaglegu teymi. Starfið felst í móttöku flóttafólksins og þjónustu við það, s.s. félagslegri aðstoð og fjárhagsaðstoð. Félagsráðgjafi veitir ráðgjöf og greinir fólknar þarfir skjóstæðinga, s.s. fyrir aðstoð sérfræðinga, skipuleggur hana og samhæfir í samvinnu við verkefnastjóra og aðra starfsmenn verkefnisins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundna ráðningu í þrjá mánuði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulag móttöku fólskins í þverfaglegu teymi.
 • Meðferð málefna einstaklinga og hópsins í heild.
 • Greining á þörfum einstaklinga og hópsins.
 • Skipulag félagslegrar þjónustu.
 • Umsjón með framfærsu/fjárhagsaðstoð.
 • Skipuleggur þjónustu sérfræðina fyrir einstaklinga og hópinn.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
 • þekking og reynsla af vinnu með flóttafólki æskileg.
 • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.

Fáist ekki félagráðgjafi í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun sem nýtist í starfi.

 

Almennar upplýsingar

 

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

 


Share: