Verum á varðbergi

júlí 9, 2020
Featured image for “Verum á varðbergi”

Það hefur eflaust ekki farið framhjá landsmönnum að Covid-19 tilfellum hefur farið fjölgandi eftir að landamærin voru opnuð 15. júní s.l. Ísland hefur náð góðum árangri í baráttunni við veirunni og þurfum því nú sem aldrei fyrr að vera á varðbergi.

Borgarbyggð vill minna íbúa á samfélagssáttmálann sem er í gildi nú í sumar, en í honum stendur að okkur ber að halda áfram að þvo hendur, spritta, halda tveggja metra fjarlægð eins og kostur er, sótthreinsa sameiginlega snertifleti, vernda viðkvæma hópa og láta strax vita ef einkenni gera vart við sig. Helstu einkennin veirunnar eru hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Við erum öll almannavarnir og verðum það áfram.

Helstu upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda má finna hér.


Share: