Vel tekið á móti gestum í Reykholti

júlí 25, 2008
Sr. Geir Waage er þekktur fyrir hversu vel hann tekur á móti ferðamönnum sem sækja Reykholt heim. Hann segir frá af stakri þekkingu og atburðir miðalda lifna við í meðförum hans. Í veðurblíðunni í dag tók hann á móti hópi þýskra ferðamanna úr skemmtiferðaskipinu Alexander von Humboldt.
Þegar farið var um Reykholtsstað var gengið þar hjá sem bær Snorra Sturlusonar á að hafa verið. Til að gera söguna meira lifandi stillti sr. Geir nokkrum af ferðamönnunum upp inni í bænum og áttu þeir að tákna Snorra og fjóra nafngreinda árásarmenn hans. Við lok leiðsagnarinnar var sr. Geir klappað lof í lófa.
 
Farþegar skemmtiferðaskipsins fóru um Kaldadal í Borgarfjörð þar sem allt skartaði sínu fegursta og hitinn fór í rúmlega 20 stig. Við ferðalok var komið við í Borgarnesi og söguslóðir Egilssögu skoðaðar.
 
Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir

Share: